Fara í efni

MORGUNMATUR: Súkkulaði hafragrautur

Að byrja daginn á hafragraut er alltaf mjög gott. Að bæta saman við hann súkkulaði en enn betra. Og toppaðu svo með uppáhalds berjunum þínum.
MORGUNMATUR: Súkkulaði hafragrautur

Að byrja daginn á hafragraut er alltaf mjög gott. Að bæta saman við hann súkkulaði en enn betra.

Og toppaðu svo með uppáhalds berjunum þínum.

Uppskrift er fyrir tvær stórar skálar eða fjórar litlar.

Hráefni:

1 bolli af höfrum

3 msk af hrá cocoa dufti

2 msk af chia fræjum

2 msk af púðursykri – má nota maple sýróp eða hunang í staðinn

1 tsk af vanillu extract

2 ½ bolli af þinni uppáhalds mjólk

½ bolli af uppá helltu kaffi eða espresso

Á toppinn:

Heimalöguð karmelusósa – má sleppa

Bráðið dökkt súkkulaði

Fersk ber

Hunang

Maple sýróp

Dökkir súkkulaði bitar

Leiðbeiningar:

Takið 2 stórar skálar, setjið ½ bolla af höfrum í hvora skál, 1 ½ msk af cocoa dufti, ½ tsk af vanillunni, 1 msk af chia fræjum, 1 ½ bolla af mjólkinni og kaffinu saman. Þetta er fyrir 2 skálar.

Notið örbylgjuofninn til að hita hvora skál í 2 mínútur og munið að hræra inn á milli. Takið út þegar loftbólur eru farnar að myndast í skálinni.

Hyljið skálar með plastfilmu og látið standa í hálftíma eða yfir nótt. Kælið ef þið viljið frekar kaldan graut.

Berið svo fram með ykkar uppáhalds toppi.

Njótið vel!