Fara í efni

MORGUNVERÐUR Í GLASI –Jarðaberjahafrahollusta

Það gæti ekki verið einfaldara að búa til hollan og staðgóðan morgunverð. Ef þú ert týpan sem ert byrjuð að narta um miðjan morgun þá mæli ég með þessum fyrir þig.
MORGUNVERÐUR Í GLASI –Jarðaberjahafrahollusta

Það gæti ekki verið einfaldara að búa til hollan og staðgóðan morgunverð. Ef þú ert týpan sem ert byrjuð að narta um miðjan morgun þá mæli ég með þessum fyrir þig.

Hann er stútfullur af vítamínum og trefjaríkur sem er afar gott fyrir bakteríuflóruna í meltingarvegi og þú ert södd fram að hádegi.

Uppskrift er fyrir eitt glas/krukku

 

 

 

Hráefni:

1 bolli af mjólk að eigin vali – ég myndi nota möndlu eða kókósmjólk

1/3 bolli af elduðum höfrum sem hafa verið kældir – munið að það eru líka til hafrar án glúteins

1/3 bolli af stöppuðum jarðaberjum – frosin eða fersk

Hunang – má sleppa

Fersk vanilla

Leiðbeiningar:

Skellið í blandarann, mjólkinni, kældum höfrum , jarðaberjum, hunangi og vanillunni.

Látið blandast vel á mesta hraða eða þar til drykkur er orðinn mjúkur.

Hellið í glas eða krukku og drekkist strax.

Njótið vel!