Fara í efni

Múffur með möndlum, hindberjum og kókós

Fullkomið í nestið, frábært í pikk nikk körfuna, gott að grípa í heima og ástæðan er þessi: Glúten og sykurlaust.
Sjúklega girnilegar múffur
Sjúklega girnilegar múffur

Fullkomið í nestið, frábært í pikk nikk körfuna, gott að grípa í heima og ástæðan er þessi: Glúten og sykurlaust.

Þannig að ef þú bakar þetta í bílförmum og gefur börnunum þá þarftu ekki að hafa áhyggjur af því að þau fari í sykurvímu.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hráefni:

2 bollar af heilum möndlum

½ bolli af rifinni kókóshnetu

1 tsk af glútenlausu bökunardufti

½ bolli af kókóssykri eða rapadura sykri

4 egg

1 tsk af vanillabauna mauki

½ bolli af extra virgin kókóshnetuolíu – bráðinni

½ bolli af ferskum eða frosnum hindberjum – mátt nota eins mörg og þú vilt

Leiðbeiningar:

  1. Hitaðu ofninn í 170 gráður.
  2. Skelltu múffuformunum í múffubakkann sem fer í ofninn.
  3. Settu möndlurnar í matarvinnsluvélina og malaðu þær næstum í duft.
  4. Taktu stóra skál og blandaðu saman möndlu duftinu, kókóssykrinum, rifnu kókóshnetunni og bökunarduftinu.
  5. Í aðra skál skaltu setja eggin, kókóshnetuolíuna og vanillubaunamaukið og þeyta saman með handafli.
  6. Helltu núna eggjablöndunni í skálina með möndlumixinu og hrærðu vel þar til þetta er vel blandað saman.
  7. Helltu núna blöndunni í múffuformim og passaðu að það séu hindber í hverju formi.
  8. Bakið í um 20 mínútur eða þar til toppurinn er orðinn gylltur.

Ath: ef þú átt ekki matarvinnsluvél eða blandara þá getur þú notað malað möndlumjöl sem fæst út í búð.

Njótið~