Fara í efni

Ólöglegt lyfjavirkt efni í megrunartei

Matvælastofnun hefur fengið upplýsingar í gegnum evrópska viðvörunarkerfið RASFF um varasöm fæðubótarefni.
Ólöglegt lyfjavirkt efni í megrunartei

Matvælastofnun hefur fengið upplýsingar í gegnum evrópska viðvörunarkerfið RASFF um varasöm fæðubótarefni.

Um er að ræða þrjár tegundir af megrunartei sem innihalda ólöglega lyfjavirka efnið sibutramine.

Efnið er ekki gefið upp í innihaldslýsingu á vörunum og var bannað í Evrópu og Bandaríkjunum árið 2010 vegna alvarlegra aukaverkana, einkum tengdum hjarta- og æðakerfi.

Grunur leikur á um að dauðsfall ungrar konu í Hollandi megi rekja til neyslu á þessum vörum og hafa Hollendingar varað við neyslu þeirra. 

        

Ekki er vitað til þess að þessar vörur séu á markaði hérlendis en ekki er hægt að útiloka að þær séu fáanlegar, einkum í netsölu. Verði neytendur varir við þessar vörur eru þeir hvattir til að neyta þeirra ekki og upplýsa Matvælastofnun um hvar þær voru í boði. Vörutegundirnar eru nefndar EMTEA, NIVA detox and Irem natural og eru myndir af þeim birtar í ítarefni. Tvær fyrrnefndu tegundirnar eru framleiddar í Búlgaríu og sú þriðja í Tyrklandi.

Ítarefni

fengið af vef mast.is