Quiche með spínat, fetaosti og skorpu úr sætum kartöflum
Skorpa úr sætum kartöflum gerir þennan vinsæla bröns/hádegisverð glútenlausan.
Passið þegar þið veljið kartöflurnar að þær séu svipað stórar – breiðar. Best er svo að nota mandolin til að skera þær niður í sneiðar.
Uppskrift er fyrir fjóra – 2 sneiðar á mann.
Hráefni:
Eldunarsprey (cooking spray) eða ólífuolía til að smyrja form
2 meðalstórar sætar kartöflur, án hýðis og skornar í þunnar sneiðar
1 tsk af þinni uppáhalds olíu
½ bolli af niður skornum lauk
1 poki af baby spínat (5oz poki)
½ bolli af undanrennu eða annari mjólk
¼ tsk af grófu salti
¼ tsk af ferskum svörtum pipar
¼ tsk af rauðum pipar í dufti
4 stór egg
2 stórar eggjahvítur
1/3 bolli af feta osti – mulningur
Leiðbeiningar:
Forhitið ofninn í 180 gráður.
Takið bökudisk (pie plate) og spreyið hann eða berið olíu á hann.
Leggið svo sneiðar af sætu kartöflunum í hring í botninn og upp með hliðunum. Skerið sneiðar í tvennt og látið rúnaða hlutann snúa upp svo bakan líti nú vel út. Berið olíu á kartöflur.
Bakið í ofninum í 20 mínútur eða þar til kartöflur eru orðnar létt mjúkar.
Setjið nú pönnu á grind og hækkið hitann á ofninum í 200 gráður.
Pannan verður að vera járn panna (nonstick skillet).
Hitið pönnuna á meðal hita á eldavélinni. Bætið olíu og lauk á pönnu og látið malla í 3 mínútur. Setjið núna spínat og látið malla í aðrar 3 mínútur. Takið pönnu af hita og látið kólna.
Blandið nú saman mjólk og næstu fimm hráefnum – að eggjahvítum, þeytið þær sér og setjið svo saman við, setjið hráefnin í meðal stóra skál og hrærið með handþeytara – ekki rafmagns.
Setjið núna spínat blönduna í skorpuna og hellið eggjablöndu yfir spínatblönduna. Dreifið svo fetaostinum yfir.
Bakið á 220 gráðum í rúmlega hálftíma. Bakan er tilbúin þegar eggin eru orðin þétt.
Látið standa í 5 mínútur og skerið í 8 sneiðar.
Njótið vel!