Sannleikurinn um súkkulaði og hjartað
Þó þú hafir ekki heyrt orðin „fáðu þér 2 súkkulaðibita og hringdu í mig á morgun“ eftir heimsókn til hjartalæknisins þá getur súkkulaði haft góð heilsusamleg áhrif á hjartað samkvæmt því sem sérfræðingar segja eftir að hafa rýnt í rannsóknir.
Súkkulaði er gott fyrir þig, í alvöru
Súkkulaði inniheldur flavonóíð (flavonoid) sem er ríkt af vítamín P og citrin sem eru öflug andoxunarefni. Samkvæmt Murray A. Mittleman, hjartasérfræðingi hjá Beth Israel Daeconess Medical Center verja efni eins og flavonóíð líkamann fyrir sindurefnum (free radicals) sem geta valdið skemmdum sem geta leitt til hjartasjúkdóma segir dr. Mittleman. Flavonóíð geta valdið slökun í æðakerfi líkamans og lækkað blóðþrýsting sem á móti dregur úr líkum á ákveðnum sjúkdómum eins og t.d. háþrýstingi og hjarta og æðasjúkdómum.
Ávinningurinn fyrir hjartað
Fréttir af rannsóknum á heilsubótareiginleikum súkkulaðis fjölgar. Rannsókn sem framkvæmd var í Stokkhólmi sýndi að þeir sem borða súkkulaði minnka marktækt líkur á því að deyja úr hjartasjúkdómum.
Í rannsókninni var fylgst með einstaklingum sem fengið höfðu hjartaáfall samfellt yfir 8 ára tímabil. Þeir sem borðuðu súkkulaði voru bornir saman við þá sem ekki borðuðu neitt súkkulaði. Í ljós kom að þeir sem borðuðu súkkulaði vikulega minnkuðu líkur á dauðsfalli vegna hjartáfalls um 44 % og þeir sem borðuðu súkkulaði tvisvar í viku eða meira minnkuðu líkurnar um 66%.
Flavonóíð andoxunarefnið sem finnst í kakó er líklega skýringin á þessu segir Kenneth Mukamal læknir, einn af höfundum rannsóknarinnar.
Ekki er allt súkkulaði jafn gott
Því dekkra sem súkkulaðið er því meira er af flavonóníðum í því. Því miður fyrir aðdáendur hvíts súkkulaðis þá inniheldur það ekkert alvöru súkkulaði heldur bara kókosfeiti, sykur og bragðefni.
Forðist súkkulaði með fyllingum eins og karamellu og núggat. Þar er bara viðbættur sykur og fita sem eyða heilsubótarávinningi dökks súkkulaðis.
Best er að velja súkkulaði með eins háu súkkulaðiinnihaldi og hægt er. Hjartavænsta dökka súkkulaðið er amk. 60% hreint súkkulaði.
Allt er best í hófi . . . LESA MEIRA