Soðin ýsa var það heillin.
Stundum er þetta einfalda svo mikið gott :)
Skelti mér í Hafið fiskverslun í Hlíðarsmára um daginn.
Ég lendi alltaf í valkvíða þar :)
En eitthvað kallaði þessi krúttlega ýsa á mig.
Og fékk yfir mig "soðin ýsa og stappaðar kartöflur"
Í gamla daga var ég aldrei sú fyrsta að borðinu þegar að ýsu skvísan var í boði :)
Mamma held ég ofsauð fiskinn.....eða eitthvað var það.
Fannst hann alltaf svo gúmíkendur.
En í dag elda ég fisk yfirleitt einu sinni til tvisvar í viku.
Og passa alltaf upp á eldunar tíma.
Ég vil helst að fiskur rétt sjóði og glæran fari úr :)
Eða að fiskrétturinn í ofninum bara rétt nái funhta í gegn og tilbúið.
Þannig eldaði ég þessa þrusu góðu ýsu .
Rétt sauð hana í gegn.
Sauð kartöflur og notaði íslensk eðal smjör.
Svo er að stappa þessu vel saman og til að toppa þetta fékk ég mér nýmulin pipar yfir og rifin parmesan ost.
Meðlætið var gufusoðið blómkál og gulrætur.
Kannski var það það sem vantaði í gamla daga :)
Allavega ég er alveg að fíla soðin fisk i dag.