Standard-búnaður fyrir alvöru eldamennsku
Það sem vegur þungt í að gera eldamennskuna svona skemmtilega eins og raun ber vitni, er vel skipulagt eldhús,þ.e.a.s að eldhústækin virki almennilega, hnífar sem bíta, gott borð pláss, ferskt hráefni og allt hreint og fínt í kringum mann. Enn stundum er aðstaðan ekki alveg eins og maður vill, enn þá er algjörlega nauðsynlegt að vera með undirbúningslistann kláran „mise en place“ eins og það heitir á fagmálinu. Enn þá þarf að hugsa nokkra leiki fram í tímann svo að allt sé klárt á sama tíma enn ekki verið að henda hinu og þessu á matarborðið á meðan annað er klárt og byrjað að storkna, þorna og jafnvel kólna og matargestirnir horfa á þig með hneikslunarsvip og þú hleypur um eins og hæna að reyna að afsaka allt með skítugt viskustykkið á öxlinni og ekkert undir stjórn. Þá er nú skemmtilegra að getað sent matinn frá sér af yfirvegun og stolti og haft aukamínútur til að smakka allt til og fægja leirtau og sýna gestum að allt er undir „control“.
Það er ósjaldan að maður hefur orðið vitni af því að fólk er að gera allt á síðustu stundu í staðinn fyrir að hugsa aðeins fram í tímann til að létta undir síðustu mínúturnar fyrir framsetningu á máltíðinni og hafa tíma til að gera þetta almennilega. Það kemur alltaf upp í huga mér sama dæmið. Stressið í kringum jólamatinn þegar fólk er að skræla kartöflurnar klukkan þrjár mínútur í sex til að sykurbrúna þær með steikinni, í staðinn fyrir að hreinlega sjóða þær um morguninn eða bara deginum áður, og vera búin að skræla og geyma undir plasti í kæli. Það er eins með svo margt annað sem hægt er að gera með fyrirvara, bara eins og er gert á veitingarstöðum.
Enn ég verð í lokin að setja með smá svona einhverskonar „Standard-búnað“ til að vera með í eldhúsinu svo að maður geti lagað og smakkað til nánast alla rétti:
- Gott sjávarsalt (bæði kvörn og í lausu eitthvað gott sem er sem minnst unnið)
- Hvítan pipar (í kvörn)
- Svartan pipar (í kvörn)
- Heimalöguð hvítlauksolía (muna að hún er kælivara)
- Gott og vandað edik (eplaedik eða annað ljóst edik)
- Dijon sinnep
- Góða og holla olíu (Isíó-4 olíu, ólívuolíu eða repjuolíu svo eitthvað sé nefnt)
Gleðilegar eldunarstundir!!