Fara í efni

Súkkulaðiterta - made in heaven

made in heaven
made in heaven

Uppskriftin er úr bókinni KRÆSINGAR sem hægt er að

KAUPA HÉR


Þótt ótrúlegt megi virðast er þessi glæsilega og bragðmikla súkkulaðiterta án mjólkur og eggja (sjá mynd). Hún er úr nokkrum lögum af köku og kremi, og ganache- eða súkkulaðismjörkrem yfir herlegheitunum sem kallar alltaf á vinsældir. Galdurinn felst í því að baka tertuna í tveimur kökuformum, skipta hvorri fyrr sig í tvennt, setja krem á milli allra laganna og enda með þykku lagi af súkkulaðismjörkremi og skrauti.

mjólkur-, eggja- og hnetulaust

kakan
340 g hveiti
400 g sykur
1¾ tsk matarsódi
55 g hnetulaust kakó
¼ tsk salt
450 ml ósæt sojamjólk eða vatn
100 ml maísolía eða önnur hnetulaus olía, auk viðbótar til að smyrja með
1½ msk ljóst vínedik
1½ tsk vanilludropar

kremið
tvöfaldur skammtur af ganache eða súkkulaðismjörkrem (sjá til hægri)
ganachekrem
115 g 70% súkkulaði
120 ml rjómi

skrautið
45 g súkkulaði, rifið niður með kartöfluflysjara eða fersk ber.

undirbúningstími 25 mínútur
bökunartími 40 mínútur
fyrir 10–12

1 Hitið ofninn í 180°C. Smyrjið tvö hringlaga, djúp kökuform sem eru sem eru um 20 cm í þvermál.

2 Setjið þurrefnin í stóra skál: hveiti, sykur, matarsóda, kakó og salt. Hrærið í aðra skál öllum vökva: sojamjólk eða vatni, ediki og vanilludropum. Hellið vökvanum út í þurrefnin og hrærið mjúkt deig.

3 Skiptið deiginu jafnt í formin tvö og jafnið með sleikju. Bakið í um 40 mínútur þar til kakan hefur lyft sér vel og er þétt viðkomu.

4 Látið kólna í formunum í um 10 mínútur en setjið svo á grind, takið úr forminu og látið kólna að fullu. Skerið kökurnar þversum í tvennt.

5 Útbúið ganache krem Setjið súkkulaðið í bitum ásamt rjómanum í pott. Hitið varlega og hrærið stöðugt með tréspaða þar til blandan hefur þykknað. Látið kólna.. Einnig má gera súkkulaðismjörkrem (sjá t.h).

6 Skiptið kreminu í tvennt og notið annan helminginn á milli fyrstu þriggja laganna en hinn helminginn til að smyrja yfir kökuna og á hliðarnar. Stráið súkkulaðispónum eða berjum yfir.

TILLAGA fyrir léttari og mögulega barnvænni útgáfu má nota súkkulaðismjörkrem í staðinn fyrir ganache krem. Setjið 175 g af mjólkurlausu smjöri eða smjörlíki í skál og sigtið 450 g af flórsykri og 6 msk af kakói (hnetulausu) yfir. Bætið 2 msk af vanilludropum út í og hrærið öllu saman með trésleif þangað til úr verður létt súkkulaðikrem. Ef ekki þarf að forðast mjólkurafurðir er hægt að nota smjör, aukið þá magnið í 225 g. Þið gætuð þurft að bæta við 4 tsk af vatni til að fá réttu þykktina á kremið og svo auðvelt sé að smyrja því á tertuna.

glútensnautt
örlítil bragðlaus jurtaolía til að smyrja með
6 egg
340 g sykur
170 g smjör eða smjörlíki, brætt
½ msk vanilludropar
200 g sojamjöl
125 g kartöflumjöl
75 g glútensnautt kakóduft
1½ msk glútensnautt lyftiduft
2 msk mjólk

undirbúningstími 35 mínútur
bökunartími 45 mínútur
fyrir 10–12

1 Hitið ofninn í 160°C. Smyrjið tvö hringlaga, djúp kökuform sem eru sem um 20 cm í þvermál.

2 Setjið egg og sykur í skál sem sett er í pott með vatni við suðu og þeytið í nokkrar mínútur þar til blandan er vel þykk og ljós. Bræðið smjörið eða smjörlíkið á meðan þið þeytið.

3 Takið skálina upp úr pottinum og hellið bræddu smjörinu í örmjórri bunu saman við, þeytið á meðan af krafti. Vanilludroparnir fara síðast út í.

4 Blandið mjöli, kakói og lyftidufti út í og að lokum mjólkinni. Hrærið öllu varlega saman með málmskeið, hugsið ykkur að verið sé að skrifa tölustafinn átta (8).

5 Skiptið deiginu jafnt í formin tvö og jafnið með sleikju.

6 Bakið í um 45 mínútur þar til kakan hefur lyft sér vel og er þétt viðkomu.

7 Látið kólna í forminu í um 10 mínútur en setjið því næst á grind, takið úr forminu og látið kólna að fullu. Skerið kökurnar þversum í tvennt.

8 Útbúið ganache krem eða súkkulaðismjörkrem.

9 Skiptið kreminu í tvennt og notið annan helminginn á milli fyrstu þriggja laganna en hinn helminginn til að að smyrja yfir kökuna og á hliðarnar. Stráið súkkulaðispónum eða berjum yfir.

ATHUGIÐ óþol fyrir soja – ef nauðsynlegt er þá má nota hrísmjöl í staðinn fyrir sojamjöl