Þekkir þú alla kosti Lárperu (Avocado) ?
Kostir lárperu fyrir heilsuna eru ótrúlegir.
Ef þú ert að grenna þig og ef húðin er til vandræða er lárperan afar góð og hún er einnig mjög góð til varnar á mörgum lífshættulegum sjúkdómum.
Ef þetta er ekki góð ástæða til að borða meira af lárperu þá veit ég ekki hvað.
1. Hjarta og æðasjúkdómar
Kransæðasjúkdómar taka flest líf í Bretlandi og er orsök þessa sjúkdóms í flestum tilvikum bólgur.
Sumir sérfræðingar trúa að of mikil notkun á grænmetisolíu sem er unnin og er mjög rík af omega-6 fitum séu aðal orsökin á kransæðasjúkdómum.
Læknar mæla með að minnka inntöku á fjölómettuðum fitum en auka á einómettaða fitusýru í mataræðinu.
Lárperan er full af einómettaðri fitu og hafa rannsóknir sýnt að einómettuð fita dregur úr slæma kólestrólinu á sama tíma og hún eykur það góða.
Lárperan inniheldur einnig mikið af góðum næringarefnum fyrir hjartað, eins og t.d E-vítamín sem kemur í veg fyrir oxun á kólestróli, einnig má finna folate í lárperum. Í lárperunni er einnig kalíum sem kemur reglu á blóðþrýsting og það má líka finna trefjar sem eru afar góðar til að stjórna blóðsykrinum.
Einnig er lárperuolía afar góð og rík af oleic sýru og E-vítamíni.
2. Fyrir húðina
Einómettuðu fiturnar í lárperunni eru einnig afar góðar fyrir húðina. Þær skipta miklu máli upp á rakastig húðarinnar og efstalag húðarinnar sem gerir hana mjúka og heilbrigða. Omega-9 fitur geta einnig unnið á móti rósaroða í húð, pirringi og vinna við að byggja upp skemmdar húðfrumur.
Lárperan hefur einnig þann kost að verja húðina gegn hrukkum og öðrum sjáanlegum öldrunarmerkjum og má því þakka andoxunarefnum, catorenoids, E-vítamíni og fleiru. Þetta allt ver húðina gegn ótímabærri öldrun. Mikið er af C-vítamíni í lárperu sem er nauðsynlegt fyrir fallega húð, það eflir kollagenið sem er nauðsynlegt til að styrkja húðina og halda teygjanleika hennar og að hún sé stinn viðkomu.
3. Lárperan og þyngdartap
Ansi margir eru eflaust hissa á því að matur sem er ríkur af fitu og kaloríum sé góður fyrir þyngdartap. Hinsvegar hafa rannsóknir sýnt að einómettaðar fitusýrur eru miklu líklegri til þess að brenna orku heldur en safnast saman og þyngja manneskjuna.
Hæg brennsla á orku og tilfinningin að vera södd eða saddur er það sem lárperan gefur þér og það er ástæðan fyrir því að lárperan er svona góð ef þú ert að berjast við þessi erfiðu síðustu aukakíló.
4. Sykursýki
Frá árinu 2012 eru um þrjár milljónir manns í Bretlandi með sykursýki og talið er að ansi margir eigi eftir að fá greiningu. Ef að endalaus ný tilfelli halda áfram að greinast þá má gera ráð fyrir að um fimm milljón manns verði grein með sykursýki árið 2025.
5. Gigt
Slitgigt er afar kvalarfullur sjúkdómur, liðamót bólgna upp og eymsli sem þessi eru að hafa áhrif á milljónir manns í Bretlandi. Matur eins og korn, mjólkurvörur og sykur eru að hafa enn verri áhrif á þessi einkenni, en lárperan með sína eiginleika til að draga úr bólgum er sá matur sem að dregur úr verkjum við liðagigt.
Lárperan inniheldur hátt hlutfall af einómettuðum fitusýrum og andoxunarefnum eins og E og C-vítamíni og dregur þetta úr bólgum sem geta síðar orðið að liðagigt.
Það er fleira gott við lárperuna
Að borða lárperu reglulega getur haft afar góð áhrif á heilsuna. Má þer nefna heilbrigðara hjarta, þyngdartap, og einnig er hægt að komast hjá sjúkdómum eins og sykursýki og liðagigt.
Heimild: healthiestfoods.co.uk