Þessar eru HOLLAR – Banana-trönuberja múffur
Það er fullkomið að nota verulega þroskaða banana í þessa uppskrift.
Hver múffa eru um 103 kaloríur.
Þær geymast í rétt um viku ef settar í loftþétt box og inn í ísskáp, einnig má frysta þær.
Uppskrift gefur 12 múffur.
Hráefni:
2 bollar af heilhveiti eða glúten lausu hveiti
1 tsk af matarsóda
½ tsk af lyftidufti
¼ tsk af salti
½ msk af ósöltuðu smjöri eða kókósolíu sem er bráðin og hefur fengið að kólna aðeins
2 stórar eggjahvítur, hafa þær við herbergishita
1 ½ tsk af vanillu extract
¼ bolli af hreinum grískum jógúrt
¾ bolli af stöppuðum þroskuðum banana
2 msk af hrá maple sýrópi
½ bolli af ferskum trönuerjum – skera þau í tvennt
½ bolli af léttmjólk
Leiðbeiningar:
Forhitið ofninn í 220 gráður.
Berið létt í múffu formin svo þær festist nú ekki við.
Takið meðal stóra skál og hrærið sama hveitinu, lyftidufti, matarsóda og salti.
Í aðra skál skal hræra saman smjöri, eggjahvítum og vanillu.
Blandið svo gríska jógúrtinu saman við og hrærið vel, við viljum enga stóra kekki.
Nú skal blanda stappaða banana og sýrópi saman við.
Í þessa skál er svo blandað saman við hveiti blöndunni og mjólk. Skiptist á að hræra saman við hveitiblöndu og mjólk.
Hrærið nú trönuberjum saman við og gerið það hægt og rólega.
Skiptið nú deigi jafnt í múffu formin.
Látið bakast á 220 gráðum í 21-24 mínútur eða þar til toppurinn er stinnur og prjónninn kemur hreinn út ef þú styngur á múffumiðju.
Látið kólna í forminu í 5 mínútur áður en þið takið múffur og færið yfir á grind svo þær kólni alveg.
Njótið vel!