Vinnustofa í áfallastreitu með Judy Crane sem skrifaði bókina ´The Trauma Heart´ og Tom Pecca
iCAAD Iceland 2019 Björtuloft, Harpa, Reykjavík. 10.-11. maí 2019
Dagur 1: Vinnustofa í áfallastreitu með Judy Crane sem skrifaði bókina ´The Trauma Heart´ og Tom Pecca. Systurnar ´Gunný´ og ´Vagna´ Magnúsdættur fíknifræðingar frá Shalom aðstoða Judy og Tom.
Judy Crane og Tom Pecca halda vinnustofu, í fyrsta sinn hér á landi, með það að markmiði að hjálpa þáttakendum að brjóta vítahring áfallastreitu með viðurkenndum aðferðum. Þetta verður hagnýt reynsla sem gefur þáttakendum tækifæri til þess að æfa sig í ögrandi umhverfi og finna hvað þarf til að ná árangri. Judy Crane (LMHC, CSAT, CAP) hefur margvíslega menntun og yfir 30 ára reynslu í áfallastreitu. Tom Pecca (LMHC, CSAT, CTT) hefur lokið bachelor og masters gráðum í geðheilsu og starfað á þessu sviði í 15 ár.
Systrunar Gunný og Vagna Magnúsdætur eru fíkniráðgjafar með Masters gráðu frá Hazelden Betty Ford í Bandaríkjunum. Þær starfa báðar við heildrænu meðferðastofuna Shalom.
Dagur 2: Hugur, líkami og sál Á þessum viðburði munu þrír fyrirlesarar deila sögum sínum og reynslu af áfallastreitu og hvernig þau unnu úr sínum vanda. Þessi viðburður er fyrir fólk í bata og þá sem eru að vinna með einstaklingum sem hafa orðið fyrir áföllum og vilja deila með öðrum sem eru að hjálpa. Þorlákur ´Tolli´ Morthens mun segja frá því hvernig hugleiðsla, núvitund og andleg tenging hefur breytt lífi hans og gefið honum kraft til þess að hjálpa öðrum. Tolli hefur um árabil verið einn allra virtasti og eftirsóttasti myndlistarmaður hér á landi, en verk eftir hann eru í eigu allra helstu listasafna landsins, helstu sveitarfélaga og fjölda fyrirtækja og einstaklinga.Tolli tók vígslu í tíbetskum búddisma, Kagye-línu, 2009, fór pílagrímsför til Kailash í Vestur-Tíbet 2010 og hefur ferðast um Tíbet og Nepal.
Veiga Grétarsdóttir er trans kona sem lét leiðrétta kyn sitt fyrir 4 árum eða þegar hún var 38 ára. Veiga ætlar sér að verða fyrsta konan til að róa rangsælis umhverfis Ísland á Kajak.Í bígerð er heimildarmynd um Veigu sem nefnist, Á móti straumnum eða á ensku Against The Current. Leiðangurinn er táknrænn fyrir þær breytingar sem orðið hafa á lífi Veigu en hún reyndi tvisvar að taka eigið líf sem karlmaður svo óbærilegt var lífið orðið.
Helga Árnadóttir sem er með BA gráðu í sálfræði frá HÍ og MSc gráðu í félags- og heilsusálfræði frá Maastricht University ræðir um jákvæða sálfræði. Helga mun spyrja, á hvern hátt ert þú nú þegar í lagi eins og þú ert? Út frá þessari spurning mun hún ræða um mikilvægi sjálfsvinsemdar (e. self-compassion) fyrir andlega heilsu og vellíðan og hvernig aukin vinsemd í eigin garð getur gert okkur opnari fyrir tækifærum lífsins. Hún mun einnig fjalla um hvernig mikil harka í eigin garð (andstæðan við sjálfsvinsemd) veldur okkur streitu og dregur úr lífsgæðum okkar.
Hér gefst áhorfendum tækifæri til að auka þekkingu sína á jákvæðri sálfræði og aðferðum hennar til að hlúa að andlegri heilsu og vellíðan og til að auka þekkingu um sjálfsvinsemd Innri barátta Helgu við eigin vanlíðan og kvíða voru upphafið að ferðalagi hennar og í dag er hún sérfræðingur um andlega heilsu og vellíðan. Hún hefur sérhæft sig í jákvæðri sálfræði og lokið kennaraþjálfun í núvitund.
Hún kennir jákvæða sálfræði við Háskólann í Reykjavík, sinnir ráðgjöf í Geðhjálp og kennir á námskeiðum meðal annars fyrir fólk sem hefur verið að kljást við fíkn, atvinnuleysi eða aðrar áskoranir. Vinna hennar snýst um að hjálpa fólki að auka vellíðan sína með núvitund, sjálfsvinsemd og aðferðum jákvæðrar sálfræði.
Miðar fást á tix.is HÉR.