Sjúkdómar eins og fíknisjúkdómar eða þunglyndi einhvers fjölskyldumeðlims hefur áhrif á aðra innan fjölskyldunnar, ekki síst börnin. Fjölskyldumynstur breytast með tímanum og börn fara gjarnan að upplifa eitthvað af eftirtöldu:
Þann 10. september fer af stað átta vikna hópastarf fyrir 10 – 12 ára börn. Um er að ræða fámenna hópa til að árangur verði sem mestur fyrir hvern einstakling.
Hóparnir verða fimmtudaga klukkan 15.30, 1 ½ klst. Í senn undir handleiðslu fagfólks.
Verð: 39.000. Innifalið eru tvö einkaviðtöl, annað í upphafi og hitt í lok tímabils. Þar er einnig rætt við foreldri/foreldra.
Um aðferðafræði meðferðarinnar
Aðferðafræði meðferðarinnar er að sænskri fyrirmynd og hefur margsannað gildi sitt í Linköping í Svíþjóð hjá meðferðarmiðstöð sem nefnist Eleonoragruppen. Meðferðin hefur þróast í tæpa tvo áratugi og öðlast traust og virðingu félagsmálastofnunar Linköpin og félagsmálastofnana nærliggjandi sveitafélaga. Raðgjafar hjá Lausninni hafa fengið að kynnast meðferð Eleonoragruppen og verið í nánu samstarfi við meðferðarstöðina um margra ára skeið.
Um leiðbeinendur
Ragnhildur Birna Hauksdóttir er fjölskyldumeðferðarfræðingur auk þess að vera menntuð í uppeldisfræðum og hafa stundað framhaldsnám í sálgæslu.
Hún hefur verið með einstaklings- , hóp – og fjölskylduvinnu í tengslum við meðvirkni , áfallavinnu og hefur margra ára reynslu af vinnu með börnum og foreldrum þeirra, m.a. þegar um er að ræða ADHD, kvíða, mótþróa og samskiptavanda. Einnig hefur hún verið með hópavinnu fyrir ungar konum með kvíða og þunglyndi þar sem unnið var út frá meðvirkni, slökunaröndun og tilfinningavinnu. Ragnhildur hefur haldið námskeið fyrir börn með ADHD, verið með félagsfærnihópa fyrir börn á leikskólaaldri, fræðslu fyrir fagfólk leikskóla og uppeldisnámskeið fyrir foreldra.
Hafdís Þorsteinsdóttir er með BA-gráðu í Félagsráðgjöf frá Háskóla Íslands og stundar meistaranám í Fjölskyldumeðferðarfræðum hjá Endurmenntun HÍ.
Hafdís hefur starfað sem ráðgjafi í mörg ár og býr yfir mikilli reynslu í viðtölum og hópastarfi. Á árunum 2007-2009 starfaði hún sem áfengis- og vímuefnaráðgjafi hjá SÁÁ. Hún hóf störf hjá Lausninni árið 2012 og hefur ásamt fleirum, haldið meðvirkninámskeið Lausnarinnar um nokkurt skeið. Þá stýrir hún vikulegum hópum sem eru að vinna úr meðvirkni auk þess að veita einstaklings-, para- og fjölskylduviðtöl.