Það er alls ekkert rangt við það að elska sjálfan sig heldur algjörlega nauðsynlegt. En sumum þykir það hins vegar óþægilegt að segjast elska sjálfa/n sig og tengja það við eigingirni.
En málið er að ef við elskum ekki okkur sjálf hvernig getum við þá vænst þess að aðrir elski okkur?
En kemur þú jafn vel fram við sjálfa/n þig og þú gerir við aðra?
Það er nefnilega algengt að fólk sé vinsamlegra og betra við aðra en það er við sjálft sig. Þetta er hegðun sem kemst upp í vana og byrjar oft sem ákveðin pressa að koma vel fyrir og að standa undir væntingum annarra. En ef líf þitt snýst um það að standa undir væntingum annarrra og að líta vel út út á við bendir það til þess að þú elskir sjálfa/n þig ekki nægilega mikið.
Það er ekki nóg að allt virðist óaðfinnanlegt hjá þér svo aðrir sjái ef þú rífur svo sjálfa/n þig niður og ert ekki nógu góð/ur við þig sjálfa/n.
Hugsaðu þetta eins og ráðlagt er þegar þú ferð í flug, þetta með að setja súrefnisgrímuna fyrst á sjálfan sig áður en þú aðstoðar aðra. Þeir sem elska sjálfa sig skilja mikilvægi þess að taka sér tíma í að gera eitthvað fyrir sjálfan sig. Það er ekki eigingirni – það er nauðsynlegt.
Þeir sem elska sjálfan sig kunna að segja nei og vita að það er nauðsynlegt svo þeir geti sagt já við öllu því sem er mikilvægt fyrir þá. Ekki láta fólk koma inn samviskubiti hjá þér svo þú segir já – hafðu það á hreinu hvar þú dregur mörkin.
Þeir sem elska sjálfa sig vita að best er að leggja áherslu á sjálfa/n sig en ekki vera í stöðugum samanburði. Samanburður gerir lítið annað en að ræna þig allri gleði og gera þig óánægða/n. Einstaklingar sem elska sjálfa sig vita t.d. að það sem þeir sjá á samfélagsmiðlum er ritstýrð útgáfa af glanslífi annarra og að þannig er lífið oftast ekki.
Ef þú elskar sjálfa/n þig veistu hvað gerir þig hamingjusama/n. Þú gerir þér fulla grein fyrir því að það eru ekki aðrir sem stjórna hamingju þinni. Hamingjan verður . . . LESA MEIRA