Fara í efni

Parkinsonsjúkdómurinn á Íslandi

Parkinsonsjúkdómurinn á Íslandi

Parkinsonsjúkdómur er hægfara hnignun í þeim hluta miðtaugakerfisins sem stýrir og samhæfir líkamshreyfingar og stafar einkum af skorti á boðefninu dópamíni sem heilinn framleiðir. Algengast er að einkenni komi fram hjá fólki á aldrinum 50-70 ára, en sjúkdómurinn getur einnig greinst hjá mun yngra fólki. Á Íslandi er nú áætlað að um 600 manns glími við parkinsonsjúkdóminn. Í þessari nýju íslensku heimildarmynd fjalla læknar um helstu einkenni og meðferðarúrræði við parkinsonsjúkdómnum, um leið og fylgst er með hvaða áhrif hann hefur haft á líf þriggja einstaklinga og fjölskyldna þeirra.

Dagskrárgerð: Páll Kristinn Pálsson og Ólafur Sölvi Pálsson. 
Framleiðandi: Epos kvikmyndagerð fyrir Parkinsonsamtökin á Íslandi.


  • Parkinsonsjúkdómurinn á Íslandi
  • Sjónlag - Óskar um ský á augasteini
  • Sundið mikla
  • Hver er munurinn ??
  • Sjónlag
  • Sjónlag
  • Áfengi og hjartasjúkdómar
  • Þvagfærasýking
  • Lungnabólga
  • Eyrnabólga
  • Hvarmabólga