Við skulum samt ekkert missa okkur því eðlilegt er að missa 60-100 stök hár á hverjum degi og þegar hárið er sítt þá lítur það út fyrir að vera frekar mikið.
Streita og andlegt álag er einn helsti orsakavaldurinn þegar líkamlegum veikindum er ekki um að kenna en truflanir á skjaldkirtli hafa líka mikil áhrif sem og skortur á járni, D-vítamíni og B-12. Það er þó alls ekki nauðsynlegt að taka einhverja kúra og alveg nóg fyrir annars heilbrigða manneskju að taka lýsi og fjölvítamín og járnmixtúru sé járnskortur eða blóðleysi staðfestur.
Að vinna gegn hárlosi er innri vinna og þú þarft að huga bæði að líkamlegu og andlegu heilbrigði til að sporna við því. Heilbrigð sál í hraustum líkama, gott mataræði og koma hreyfingu á blóðrásina eru lykilþættirnir og engar töfralausnir hér.
Þú ert fljót að finna fyrir þynningu hársins þegar hárlos verður meira en eðlilegt getur talist og mikilvægt að grípa strax í taumana og hlusta á þessi varúðarmerki. Ef mikið hárlos varir í meira en 3 mánuði er nauðsynlegt að leita læknis og útiloka undirliggjandi veikindi.
Það sem gæti líka haft áhrif er heilbrigði hársins en þá erum við ekki að tala um hárlos heldur getur hárið einfaldlega brotnað eða slitnað vegna lélégs ástands. Þá erum við komin að ytri vinnu.
Slit á endum étur hárið hratt upp en það sem við missum við að særa endana svo ekki sé talað um hvað hárið er miklu fallegra með heilbriga enda. Mælt er með að særa hárið á 8-12 vikna fresti en ef þú tekur eftir sliti í hári þá þarf hugsanlega að hafa styttra á milli og hugsa betur um hárið.
Þeyttu saman 3 eggjahvítur og búðu til maska sem þú lætur standa í hárinu í 5-10 mínútur. Þessi prótínmaski gerir hárið sterkara svo það brotnar síður og því síkkar hárið hraðar.
Daglegur hárþvottur fer illa með hárið og mælt er með, fyrir sítt hár, að minnka niður í þriðja hvern dag. Einnig þarf að gæta vel að notkun hárblásara, sléttujárna og krullujárna sem geta farið mjög illa með hárið. Notaðu alltaf hitavörn í hárið en leyfðu hárinu líka að vera bara náttúrulegt.
Að vera með hárið í stífu tagli rífur ótrúlega mikið hár með sér í hvert skipti og svo skiptir líka máli hvernig teygjur þú ert með. Svokallaðar „non-slip“ gúmmíteygjur geta verið varasamar og rifið vel í.
Talið er að aukið blóðflæði í hársverði geti aukið hárvöxt og það sakar varla að reyna. Sláðu tvær flugur í einu höggi með því að nota djúpnæringu reglulega til að bæta upp á móti þurrki sem auðveldlega brýtur hárið og klýfur endana og nudda vel hársvörðinn og meðan næringin liggur í.
Burstinn á það til að skemma hárið sér í lagi ef við erum harðhentar og óþolinmóðar. Þátt eftir að þakka sjálfri þér fyrir að taka meiri tíma og byrja alltaf neðan frá og vinna þig upp.
Ef þú ert með þurra enda þá er sniðugt að næra þá sérstaklega á hverjum degi með hárolíu til að varna frekari sliti.
Hér finnur þú meiri spennadi fróðleik frá