Líkamsræktarstöðvarnar eru nokkuð fullar á þessum tíma árs en svo fer að róast um miðjan október aftur – sama munstrið, ár eftir ár.
…afhverju að fara á 8 vikna prógram, æfa stíft og hætta svo?
….afhverju að leggja á sig að vakna snemma, æfa stíft í X langan tíma og hætta svo?
…afhverju að borða bara þurran kjúlla og brokkolí eða eitthvað álíka leiðinlegt þegar þú veist að þú munt aldrei ná að halda þig við þurrt og einhæft mataræði til langs tíma?
…afhverju að kaupa matarprógram þegar þú veist að þú munt aðeins fylgja því í nokkrar vikur?
Ef þér er alvara með því að koma þér í form, finndu þér þá hreyfingu við hæfi og haltu þig við þá hreyfingu af festu og stöðugleika. Ef þér finnst sú heyfing leiðinleg, þá eru ansi miklar líkur á að þú gefist upp. Það næst enginn árangur án stöðugleika, þannig að ef þú ætlar að pína þig í einhverjar öfgar þá eru ansi miklar líkur á að þú gefist upp.
Ef þú ert búin/n að setja þér markmið eins og að taka vel á því fram að jólum eða fara í sex vikna námskeið á líkamsræktarstöð án þess að vita hvað kemur næst, þá hvet ég þig til þess að setjast niður og endurskoða þín markmið.
Það er enginn að tala um að þú þurfir að taka út hitt og þetta úr mataræðinu, æfa Crossfit eða þungar lyftingar 5x í viku. Finndu þér hreyfingu sem þér finnst skemmtileg. Sumir vilja fara út í göngutúra og fjallgöngur. Aðrir vilja stunda jóga og/eða Zumba. Enn aðrir vilja hlaupa og/eða lyfta lóðum. Allt hið besta mál og hver og einn verður að finna hvað hentar – það er svo mikill ávinningur að vera heilsuhraustur, bæði andlega og líkamlega.
Af vefsíðu FaglegFjarthjalfun.com
Þjálfari: Vilhjálmur Steinarsson
Menntun:
Íþróttafræðingur B.Sc frá Háskólanum í Reykjavík
Námskeið:
Villi hefur stundað körfubolta síðan hann man eftir sér og spilað með þremur liðum í úrvalsdeild, Haukum, Keflavík og síðast hjá ÍR.
Villi starfaði sem styrktarþjálfari hjá úrvalsdeildarliði ÍR í körfubolta í tvö ár, áður en hann flutti út til Noregs.
Nú starfar Villi sem styrktarþjálfari fyrir íþróttamenn og hefur einnig yfirumsjón með styrktarþjálfun í framhaldsskóla sem ætlaður er íþróttafólki úr hinum ýmsu íþróttagreinum. Einnig vinnur hann náið með sjúkraþjálfurum á stöð sem heitir Stavanger Idrettsklinikk (www.stavangeridrettsklinikk.no)
Ásamt því að einkaþjálfa, þá fær Villi til sín íþróttafólk úr öllum áttum í nákvæmar greiningar og mælingar (Vo2 max, mjólkursýruþröskulds mælingar, o.fl) þar sem hann hjálpar þeim að bæta frammistöðu og skipuleggja þjálfun.