Góðan daginn .
Já það er þetta með að gefa sjálfum sér val :)
Taka ákvörðum með sjálfum sér og STANDA við hana.
Hvaða leið vitu fara?
Hefurðu séð fyrir þér í hvaða tölu á vigtinni þú ætlar að segja hingað og ekki lengra?
Hvernig ætlar þú að hafa þetta?
Málið er hreinlega þú hefur val.
Að fara þá leið að bera ábyrgð á sjálfum sér er nokkuð skothelt leið
Þá ertu búin að taka fyrsta skrefið.
Líta í spegil og taka af skarið.
Sætta sig við sjálft sig og byrja að vera sá/sú sem er klappstýran að eigin heilsu.
Hljómar spes ég veit.
En afhverju ekki að prufa.
Byrja hægt og rólega að passa mataræðið aðeins betur.
Ekkert endilega með því markmiði að vigtin farið í ZERO stærð heldur að þér fari að líða betur líkamlega og andlega.
Þá er maður nokkuð vel settur í átök
Líkamsrækt fyrir mér er lykilinn.
Held að það sé málið.
Þess vegna mæti ég og hef gaman af.
Því þegar að ég æfi fer gleðibomba í höfðinu í gang.
Og sú bomba sér til þess að ég borða hollan mat.
Ekki sæmt það .
Þess vegna fyrir mitt litla líf þori ég ekki að taka áhættu á "kodda kúri" og "fer bara á morgun "týpan"
Þetta þarf að haldast í hendur.
En maður þarf samt sem áður að trúa á þetta!
Og vilja sjá árangur og vilja léttara líf.
Því ef hlutirnir eru gerði með efa og hálfum hug.
Verður verkefnið hálf lufsulegt
Jæja ég ætla fara græja lítinn "Rappara " í morgunsárið
Komin í gallann og tilbúin í átök morgunsins.
Skella mér svo í markþjálfun.
Svaf varla í nótt var svo hugsi yfir þeim tíma
En ekki af kvíða
Því Sólveig hver eru þín markmið????
Þetta er stór spurning.
Eigið góðan dag :)