Fara í efni

Frábært einfalt hádegi

Hollustan er ekki flókin. Og njótum matar.
Fallegt og ljúft.
Fallegt og ljúft.

Dásamlegt að dekra aðeins við sjálfa sig.

Margir eru í veseni hvað skal borða í hádegismat.
Kannski komin með leið á salat disknum og brauð samlokum.
Þá er þetta tilvalið.
Tekur bara 10 mín að græja svona dýrð.

Í þessar vefjur notaði ég.
3 stykki hrísgrjónablöð
Avacado
papriku
Yddaða gúrku
Yddaðar gulrætur
Kál
Hvítar baunir
Chillí
Bláber
Feta ost og nokkra dropa af olíunni ( notaði í bláu krukkunum)
Nýmulin pipar

Þetta er nú bara þvílíkt auðvelt að útbúa.
Byrja að skera grænmetið í þá stærð sem hentar.
Og hafa allt tilbúið.
Þá græja hrísgrjóna blöðin eftir lýsingu á umbúðum.
Mínar bara fóru rétt í vatn og á hreint viskastykki þær mýkjast upp á 1 min og svo bara
raða því sem maður vill hafa með og leika sér svolítið.
Það er nánast hægt að nota hvað sem er í svona vefjur.
Og mæli sérstaklega með rækjum, hörpudisk og kjúkling.

Já hollustan er ekki vesen :)