Kvöldmaturinn.
Lambabógur í potti með hrúgu af grænmeti :)
Èg kryddaði kjötið í pottinn fyrir tveimur sólarhringum.
Kryddað með creola kryddi , chilli Falk salt og pipar.
Síðan skar ég niður grænmetið rétt fyrir eldun .
Gulrætur
Rauðlaukur
Rófur
Kartöflur
Rauð paprika
Kryddað með salti og pipar.
Allt í pottinn og 1dl. af vatni í botninn.
Eldað í klukkutíma eða eftir smekk.
Sósan
Sýrður rjómi , hvítlaukur marin , vorlaukur og gúrka.
Svo Blómkálsgrjónin góðu.
Þetta sló í gegn á mínu heimili.