Góðan daginn.
Sunnudagurinn komin
Þá er ég farin að dansa á Secret Solstice í Laugardalnum.
Frí í Heilsuborginni svo um að gera tjútta bara í staðin .
Aldrei aldrei gefast upp .
Á næstum hverjum degi skrifa ég "komin í gallann"
Í fyrsta skiptið sem ég fór í gallann og í Heilsuborgina.
Það var alveg atriði....passaði ekki í nein leikfimisföt.
Því feitt fólk á ekki að láta sjá sig of mikið á líkamsræktarstöðum....þannig les ég út úr þessu
Svo fór bara í eitthvað sem passaði.....alltof víðan teigðan gamlan bol......eldgamlar buxur með endalausri teygju sem var teygð í botn samt
Í þessu mætti ég og strigaskóm sem máttu nú muna sína daga fegurri :)
Síðan bara mætti ég og síðan aftur og aftur.....
Skreið með veggjum og vonaði að engin mundi nú vera horfa á þessa feitu konu.
Fattaði nú samt fljótlega að engin var að spá í mér né öðrum á svæðinu .
Allir að gera sitt og engin að mæla eða "dæma" einn né neinn .
Þannig "rokkar" Heilsuborgin :)
En góðir hlutir gerast hægt.....og stundum á hraða 100 ára Skjaldböku.
En að gefast upp..."Hell no"
Bara í gallann og engin vorkun.
Fljótlega fór sjúskaði gallinn að vilja detta niður....og konan endaði næstum á brókinni.
En ekki var nú samt til föt ennþá á konuna...í búðum á höfuðborgarsvæðinu.
Endaði með buxur númer tvö úr Álnavörubúðinni í Hveragerði.
Þeir voru með dress fyrir svona sprækar konur .
Það endaði svo mjög fljótlega niður á tá.....því varð alltof stórt á alltof stuttum tíma.
Gerir gleðin sem því fylgir að mæta bara alltaf í þessa rækt :)
Loksins passaði dress númer 3 .
Intersport er mín búð í dag.
Fæ föt sem hentar minni stærðargráðu.
Nike mun sennilega aldrei passa á mig
En bara þetta að gefast ekki upp.
Mæta skila sínu.
Hafa trú á sjálfan sig...þótt allir séu bara "Já já " fínt hjá þér vinan :)
Hægt og rólega er "Bingóið" að sigla sinn sjó
Og öll þungu lóðin farin að virka.
Kona sem ekki lyfti grammi af lóðum í byrjun.
Handleggirnir voru nóg að bera.
Þetta gerist ekki á hraða ljósins
Bara hægt og rólega og endalausa þolinmæði á sjálfum sér.
En það er svo gaman að sjá árangur af öllu þessu erfiði :)
Þetta verður mér aldrei létt....enda á ekki að vera .
Heldur tek ég aðeins þyngra....og æfi aðeins meira .
Lífið í dag er allt annað en áður.
Jæja best að fara í annarskonar galla og strigaskó og undirbúa langan dag og kvöld í Laugardalnum
Njótið Sunnudagsins og hættið að dansa regndansa....því hvar er sólin :)