Ég er frískari með hverjum deginum.
Fæðan mín er þannig að hún læknar mig
Og afþví mér líður betur vanda ég mig meira í fæðuvali.
Góðan daginn.
Þessi yndislegu orð :)
Frá henni Mayu Angelou heitinni.
Dásamleg kona R.I.P
Lífsstílsbreyting í átt að meira sjálfstrausti er að trúa á sjálfan sig.
Verður hreinlega að líka við sjálfan þig :)
Vera vinur sem ekki gagnrýnir heldur hvetur áfram.
Trúa á vinnu þína og hafa gaman af breytingunni.
Ekki fara í "brók" annara og halda að allt passi súper vel :)
Mín leið er mín leið.
Hún passar ekki öllum.
En ég er sátt og það er mitt motto...að vera sátt í minni sál og þá er líkaminn tilbúin að taka þátt
Ekki þvinga þig í eitthvað prógram sem þér bíður við.
Hreyfingalega séð eða matarlega.
En aldrei gefast upp!!
Það er alltaf hægt að finna sinn farveg.
Ekki hugsa um hvað aðrir eru frábærir "En ekki þú"
Hvað þessi er orðin mjó " En ekki þú"
Hvað er þessi að pæla ....er hún hann að hverfa "En ekki þú"
Að vera alltaf að setja sig fyrir framan spegilinn og mæla sig við aðra.
Í henni Sofiu var ég risa stór kona :)
Mér leið samt ekkert illa yfir því.
Ég hef ferðast mikið og oft komið inn í lönd þar sem ég er stór á alla kanta....liðið skelfilega.
Og látið þetta hafa mikil áhrif á mig.
Ekkert passar í búðunum.....ég sé ofan á alla kolla :)
Allar konur svo "petit"
Í dag er ég bara stolt af minni stærð
því svona er ég og eina sem ég get gert í því er að vera ég sjálf
Ég verð aldrei lítil senjóríta....eða "Balkan" gella í stærð xs
Ég er bara ég og það er bara frábært :)
Feit eða mjó....er ekki málið.
Heldur frísk og heilbrigð.
Ég er frískari með hverjum deginum.
Fæðan mín er þannig að hún læknar mig
Og afþví mér líður betur vanda ég mig meira í fæðuvali.
Þá eru þær aukaverkanir þær að kílóin fara hægt og rólega og líkamanum líður betur.
Ekki neinir galdrar
Bara sjálfsvirðing og að gefast aldrei upp.
Jæja komin í gallann og Heilsuborgin mín yndislega bíður mín í morgunsárið
Þar fæ ég kraftinn minn og gleðina :)
Eigið góðan dag.