Sem næringarfræðingur er ég mjög áhugasamur um þann mat sem við látum ofan í okkar og eitt af því sem mér hefur alltaf þótt áhugavert í þeim efnum undanfarin ár eru allar próteinstanirnar sem eru til sölu í búðum og við hesthúsum.
Við elskum prótein, það er drotting orkuefnanna og hefur aldrei orðið fyrir aðkasti og einelti eins og hin orkefnin, fitan og kolvetnin. En eru þessar próteinstangir eins hollar og margur gæti haldið? Er nóg að búa til próteinstykki með 20 gr af próteinum með góðu bragði og í flottum umbúðum? Er okkur nokk sama um hin innihaldsefnin í þessari matvöru svo lengi sem það er nóg af próteinum í henni?
Ástæða þessa pistils er þó fyrirspurn frá kunningjakona minni, sem spurði mig um daginn hvað væri hollasta próteinstöngin? Ég stóð eiginlega á gati því úrvalið er það gígantískt og innihaldsefnin oft í tugatali. Því varð ég að fara í vísindaferð í búðina og setja saman pistil um hvað sé hollasta stöngin
Mitt faglega mat á því hvort próteinstöng sé heilsusamleg byggist á þessum fimm atriðum:
Lágt í viðbættum sykri
Viðbættur sykur í matvörum er bara „dauðar“ hitaeiningar án allrar næringar. Það er alltaf að koma betur og betur fram í rannsóknum að mikil sykursneysla stuðlar að offitu, hjarta-og æðasjúkdómum, sykursýki og ýmsum öðrum lífsstílssjúkdómum. Það skítur skökku við að vera að framleiða „holla“ próteinstöng en hafa svo mikið af viðbættum sykri sem skemmir hollsutugildi stangarinnar.
Lágt í sætuefnum, gervi- og aukaefnum
Ein af aðal ástæðum þess að próteinstykki eru oft með gervisætuefni eru þau að framleiðendur vita hversu viðbætti sykurinn er óhollur og setja því gerviefni í staðinn. Því miður virðist neysla á gervisykri síður en svo vera heilsusamleg, getur t.d. haft neikvæð áhrif á góðu þarmaflóruna.
Hátt í próteini
Það væru mikil vörusvik ef próteinstöng innihéldi ekki eitthvað af próteinum. Hér er hægt að kynna sér ýmislegt um prótein.
Hátt í trefjum
Til að viðhalda heilbrigði og góðri meltingu ættum við að reyna að neyta 25-30 gr af trefjum á dag. Trefjar eru einnig frábærir til að stuðla að lækkun á blóðsykri þegar kolvetnaríkur matur er borðaður. Trefjar eru frábærir í millimál og eru góður kostir í millibita eins og próteinstöngum. Þó eru náttúrulegir trefjar alltaf betri en viðbættir trefjar. Hér má kynna sér hollustu og hlutverk trefja í mataræðinu.
Náttúrulegt
Það er nú kannski ósanngjarnt að ætlast til þess að próteinstangir séu náttúrulegar því þær eru búnar til í verksmiðjum. En framleiðendur ættu að reyna að hafa innihaldsefnin sem fæst og sem náttúrulegust.
Taka verður það fram í þessum samanburði að eitthvað af þessum stöngum er ekkert markaðssett sem próteinstöng en eru oft tengdar við heilbrigðan lífsstíl. Veit ég til þess að Corny stangir hafa m.a. verið gefnar börnum og unglingum á íþróttamótum.
Þó að allar þessar stangir séu ekki markassettar sem próteinstangir þá er þetta yfirlit ágætt fyrir meðvitaðan neytanda til að kynna sér hollustu millibita sem eru í boði í búðum.
Eftir að hafa metið þessar stangir eftir þessum atriðum þá eru það nánast engar sem standast allar þessar fimm kröfur. Við verðum því miður að horfast í augun við það að verksmiðjur geta ekki búið hollan millibita í formi próteinstanga. Oft er lítill munur á þessum „próteinstöngum“ og t.d. bara hefðbundnu nammistykki eins og Snickers, fyrir utan hátt próteinmagn.
Hollari og náttúrulegri stangir eins og Nak‘d vantar þónokkuð upp á að geta kallast próteinstangir því próteinmagnið er takmarkað. Þó vissulega geta þær talist hollur millibiti án gerviefna eða viðbætts sykurs.
Ég verð því miður að benda kunningjakonu minni á að hún ætti frekar að fá sér lúkufylli af möndlum til að fá próteinskammtinn og vera þá í leiðinni laus við viðbætta sykurinn, öll gervi- og aukaefnin.
Heimildir:
Föstudaginn 14.júní fór ég í búðarferð í 10/11 í Bankastræti í Reykjavík og þetta eru þær tegundir sem ég fann í þeirri búð og í Iceland Engihjalla, Kópavogi þann 4.júlí.
Tilviljun réði því hvaða bragðtegundir (þó reyndi ég að halda mér við súkkulaðibragð, því það þykir mér sjálfum gott) voru valdar en hér hægt að kynna sér frekar úrvalið og þær bragðtegundir sem eru í boði.
https://shop.atkins.com/Bars/c/Atkins@Bars
http://www.weetabix.com/brands/alpen-bars
https://barebells.com/products/
https://bodyfirst.ie/product/barebells-protein-bar-55g/
https://www.pm-international.com/files/is/product_usage/ChocoSlim_0414P.pdf
http://www.corny.com.cy/index.php?pageid=3
https://www.amazon.com/Corny-BIG-Chocolate-24-50g/dp/B00F2I4KRE
https://fulfilnutrition.com/our-range/
https://vorur.herbalife.is/markviss-naering/proteinstrong
https://www.amazon.co.uk/Herbalife-Protein-Bars-Chocolate-Peanut/dp/B000V1GXWC/ref=pd_lpo_sbs_75_t_0?_encoding=UTF8&psc=1&refRID=VJ1E1N2Z5A5JZQ9WE0V9
https://catalog.herbalife.com/Catalog/en-US/Healthy-Weight/Snacks/Protein-Bar
https://eatnakd.com/#
https://www.naturevalley.com/products/?category=bars-crunchy_bars
https://one1brands.com/
https://www.phd.com/smart-range/bar
https://www.eatstoats.com/oat-bars
https://eattrek.com/
https://nutramino.com/Protein-Energi-Barer/1082273/Nutra-Go-Cake-Bar-Double-Rich-Chocolate-57g.html
https://www.grenade.com/eu/grenade-carb-killa
http://www.matis.is/media/utgafa/Naering_avextir.pdf
https://www.verywellfit.com/almond-nutrition-facts-calories-and-health-benefits-4108974
https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC4449731/
https://nlfi.is/heilsan/sykur-er-mesti-skadvaldurinn-i-faedunni/
https://nlfi.is/heilsan/sykurlausir-gosdrykkir-ogn-vid-heilsu-eda-vorn-gegn-offitu/
https://nlfi.is/heilsan/naeringarfraedi-101-trefjar/
Geir Gunnar Markússon er ritstjóri heimasíðu NLFÍ. Hann er með BS próf í matvælafræði og MS próf í næringarfræði. Geir er Kópavogsbúi, giftur, á 3 dætur og einn hund. Hans áhugamál snúa að heilsu, næringu, hreyfingu og tónlist. Geir berst gegn alls kyns öfgum og hindurvísindum í næringar- og heilsufræðum.