Á endanum gefst vaninn upp
Því er stundum haldið fram að það taki að meðaltali 21 dag að breyta venju. Til að búa til ný ferli þurfum við að losa strauminn af gömlu venjunum með því að kippa þeim úr sambandi, hreinlega að aftengja þær orkusviðinu í okkur.
Það gerist ekki af sjálfu sér, en það er sáraeinfalt þegar við gefum okkur tíma til að temja okkur, venja okkur við. Rétt eins og þú kaupir frábæra gönguskó sem valda þér hælsæri fyrstu skiptin, en á endanum lagast þeir að fótum þínum og verða þínir bestu vinir.
Verkefnið er sem sagt að búa til umgjörð um ný ferli. Við höfum öll gert þetta í einhverjum mæli í lífinu og kunnum þetta öll.