Fara í efni

Að fyrirgefa er hámark losunar fyrir sálina - hugleiðing dagsins

Hugleiðing dagsins.
Ljósmynd: Eran Yerushalmi
Ljósmynd: Eran Yerushalmi

Að fyrirgefa er hámark losunar fyrir sálina – sterkasta leiðin til að losna úr álögunum; úr iðrun og eftirsjá og hlutverki dómarans.

Að fyrirgefa sér er að frelsa sig úr viðjum blekkingarinnar. Fyrirgefningin er mikilvægasta athöfn þíns lífs – ekkert eitt annað getur veitt þér eins mikið frelsi og það að fyrirgefa þér.

Til að frelsa mig vel ég að:

Fyrirgefa mér og taka ábyrgð á minni eigin hegðun.
Þakka hinum aðilanum fyrir hans framlag í atburðunum – blessa hans fram­ lag sem ómissandi þátt í minni framgöngu.
Þegar ég þakka hinum aðilanum fyrir hans framlag þarf ég ekki að fyrirgefa honum – reyndar get ég ekki fyrirgefið annarri manneskju því þá set ég mig í dómarasæti; ég er að segja að hegðun hennar hafi verið góð eða slæm, og í því felst dómur sem er viðnám og þar með ekki ást.