Leitið og þér munið ekkert finna
Við þurfum ekki að leita að tilganginum og heldur ekki að finna hann, en við getum á hvaða augnabliki sem er ákveðið tilgang okkar. Tilgangur allra einstaklinga er að uppgötva eða taka fulla ábyrgð á frjálsum vilja; að mæta til fulls og vera máttugur í eigin lífi.
En tilgangur einstaklingsins er alltaf sá sami þótt það megi klæða hann á mismunandi máta; umbúðirnar geta verið misjafnar, en innihald tilgangsins er alltaf það sama og það er að gefa af sér og elska.
Að einbeita sér að hugmyndinni um „okkur“ en ekki hugmyndinni um „mig“. Okkar hlutverk er að velja hvernig við ætlum að elska, hvernig við ætlum að hafa áhrif á umhverfi okkar.