Það eina sem við gerum í lífinu er að vilja eða óvilja.
Allt er orka og hreyfing og þú getur lifað lífinu viljandi eða óviljandi. En hvorn kostinn sem þú velur þá er ábyrgðin alltaf þín, því það að velja ekki er að velja að vera fórnarlamb.
Valdið er alltaf þitt.
Valið er alltaf þitt.
Viljinn er alltaf þinn.
Mesta þversögn lífsins er að við viljum ekki það sem við höfum, þrátt fyrir að allt sem við höfum, höfum við viljað til okkar.
Við viljum ekki vera þar sem við erum – samt fórum við þangað.