Við höfum flest verið alin upp í þeirri trú að við berum ekki ábyrgð á upplifunum okkar og lífi.
Og mörg okkar ölum við eigin börn upp á sama hátt, með ósjálfráðu uppeldi, slysahegðun sem byggir á vana og uppeldisgildum sem koma einhvers staðar frá og við höfum tekið upp gagnrýnislaust – af vana.
Við bendum í burtu frá okkur – á umheiminn, samfélagið, stórfjölskylduna, efnahagsástandið, veðrið, verðlagið, vinnuna, starfsfélagana, yfir- manninn, óheppnina.
Okkur er gríðarlega tamt að tala á sömu forsendum um vissar sam- félagsaðstæður – börnum er kennt að það sé leiðinlegt í skólanum, að hann sé áþján sem þurfi að komast í gegnum, og sjálf komum við þjökuð undan venjulegum vinnudegi og kúldrumst upp í sófa, úrvinda og pirruð.