Dempað er dúðað hjarta
Skortdýrið umlykur hjartað með efasemdum, gulrótum, tuði, frestun, lygum, svikum, prettum, iðrun, eftirsjá, von, væli, gremju, kvíða, ótta og þegar-veiki og allt þetta skapar þykkan og veglegan einangrunarhjúp sem dempar þann takt lífsins sem hjartað vill miðla í kærleika sínum.
Brjóstkassi, brjóstbak og herðar verða að brynju – skildi. Um leið og þú heitbindur þig til fullra sam- vista við þig tekurðu fulla ábyrgð á því að vera skapari og leiðtogi í eigin lífi og sendir mögnuð skilaboð til tilverunnar – skilaboð um að þú takir fulla ábyrgð og gefir þig að fullu til samvista við þig og lífið.
Heitbindingin rífur brynjuna utan af hjartanu. Skjaldarlaust útvarpar hjartað tíðni sinni af margföldum krafti til heimsins og allra sem í honum búa – opið hjarta snertir allt og heimurinn fer að hreyfast með; heimurinn fer að hlusta og hreyfast.