„Ég er.“
Tilgangur minn í dag er ekki heilagur og meitlaður í stein, en ég finn mig sterkast í því að láta ljós mitt skína, mér og öðrum til handa, og hef fullt svigrúm og heimild til að hagræða mínum tilgangi ef efni standa til. Upplifun mín á tilgangi er alltaf sú að hann sé ást og að á honum séu engar áhengjur – ég bara er. Um leið og áhengjan er komin er ég farinn að skilgreina hugsanleg markmið.
Hver er tilgangur minn sem faðir?
„Ég elska börnin mín“
Að vera fordæmi sem synir mínir geta nýtt sér þegar þeir kjósa að gera það – en fyrst og fremst að skilja að við erum öll ólík og að ég þurfi að rækta kosti sona minna án þess að þvinga mínum vilja eða óskum upp á þá.
Hver er tilgangur minn sem sonur?
„Ég elska foreldra mína“
Að læra að meta foreldra mína fyrir þeirra framlag og hætta þeim leik sem fylgir æskunni að skammast sín fyrir foreldrana. Að skilja að ég er ekki foreldrar mínir, nema að því leyti sem við veitum því athygli sem við viljum ekki, eða því sem við viljum.
Að koma fram við foreldra mína af alúð og einlægni og meta þeirra framlag til uppvaxtar og þroska, án áhengja.