Það er auðvitað einstaklingsbundið hve mikið fólk veltir sér upp úr úrgangi for-tíðarinnar. En staðreyndin er sú að mörg okkar sleppa aldrei alveg tökunum á neinu sem gerst hefur heldur höngum við á hundruðum og þúsundum spotta. Og þegar okkur leiðist – þegar eirðarleysið tekur völdin – er mjög vinsæll og skemmtilegur samkvæmis- leikur að þreifa á spottunum til skiptis, bara til að athuga hvort þeir séu ekki örugglega þarna ennþá.
Að fyrirgefa er hámark losunar fyrir sálina – sterkasta leiðin til að losna úr álögunum; úr iðrun og eftirsjá og hlutverki dómarans. Að fyrirgefa sér er að frelsa sig úr viðjum blekkingarinnar. Fyrirgefningin er mikilvægasta athöfn þíns lífs – ekkert eitt annað getur veitt þér eins mikið frelsi og það að fyrirgefa þér.
Til að frelsa mig vel ég að:
Fyrirgefa mér og taka ábyrgð á minni eigin hegðun.
Þakka hinum aðilanum fyrir hans framlag í atburðunum – blessa hans fram lag sem ómissandi þátt í minni framgöngu.
Þegar ég þakka hinum aðilanum fyrir hans framlag þarf ég ekki að fyrirgefa honum – reyndar get ég ekki fyrirgefið annarri manneskju því þá set ég mig í dómarasæti; ég er að segja að hegðun hennar hafi verið góð eða slæm, og í því felst dómur sem er viðnám og þar með ekki ást.