Blekkingin hrynur þegar við hlustum á hjartað – þegar við veljum að hætta að verja orkunni til að halda henni uppi.
Finndu orkuna sem sparast þegar þú heldur ekki uppi flókinni blekkingu.
Heitbindingin er kjarni þess að vera í vitund. Þegar ég vil ekki mæta til fulls þá er ég alltaf með hálfkák – alltaf að skammta umhverfi mínu og eigin tilvist tiltekna velsæld. Og þar með vansæld.
Heitbindingin er að vera kominn inn á sama svið og skaparinn – sama svið og hjartað.
Heitbindingin merkir að við erum lofuð – sjálfum okkur, til fulls, í blíðu og stríðu, liggjandi og fljúgandi, fullkomin og máttug.
Heitbindingin er að tjá heiminum hver við erum og hvað við viljum.