Ferðaáætlun, námsáætlun, greiðsluáætlun, lífsáætlun?
Það er innstillt í okkur að leika hlutverk fýlda farþegans. Hann vill endilega koma með í bíltúrinn en alls ekki ákveða hvert á að fara. Samt er hann fúll yfir því hvert er farið, hvernig er farið og hvenær. Hann skilur ekki að þegar hann ákveður ekki hvert för er heitið er hann að ákveða að lúta því sem einhver annar ákveður. Þetta er ákvörðun um að láta ákveða fyrir sig – að einhver annar sé manns gæfu eða ógæfu smiður.
Og það er ekkert að því að stjórna ekki alltaf hvert förinni er heitið – svo lengi sem maður fer ekki í fýlu yfir því hvert er farið ...
Óákveðni er uppspretta orkuleka og hún veldur meltingartruflunum og hægðatregðu. Við höfum innbyrt of mikið og ekki verið nógu dugleg að melta og skila óæskilegum úrgangi úr lífsreynslunni.
Sjálfsvorkunn er ein mesta afsölun á orku og persónulegu valdi sem þekkist. Sjálfs- vorkunn er ákvörðun um að senda óviðkomandi aðilum orku, án þess að þeir hafi hugmynd um það; að hafa hóp af fólki í vinnu við að halda uppi eigin líðan.