Um leið og við einbeitum okkur algerlega að ætlunarverkinu höfum við gert samning við hið heilaga. Á því augnabliki tekur alheimurinn okkur alvarlega og byrjar að vinna með okkur. Þegar þú lofar einhverju þá ertu ekki aðeins að heitbindast sjálfum þér og öðrum, heldur einnig að tengjast því heilaga, sameinast eigin orkulindum og styrkja tengslin við alla sem þú átt samskipti við.
Rétt eins og verkstæði þúsundþjalasmiðsins, þangað sem hann mætir dag eftir dag með skýran tilgang og ást á fagi sínu. Rétt eins og sumarbústaður fjölskyldunnar, þangað sem komið er til að upplifa annars konar rými en í daglegu lífi. Rétt eins og uppáhaldslautin í sveitinni, þangað sem þú ferð til að finna friðinn sem þú upp- lifir þegar þú tengist náttúrunni. Rétt eins og vinnustofa skáldsins, þangað sem það mætir dag eftir dag til að helga sig hinu ritaða orði.
Heitbindingin er að skapa hjartanu heilagt og fullt rými sem hefur sér stakan tilgang. Rétt eins og kirkja eða musteri, þangað sem komið hafa tugir þúsunda einstaklinga með kærleiksríkan tilgang í auðmýkt og lotningu.
Rými til að vera og leyfa stórfenglegumkraftaverkum að eiga sér stað. Rými fyrir allt sem er. Rými sem lýtur sérstökum lög- málum – rými með tilgang sem skilgreinir sláttinn, verkefnin, starfið, lífið.
Við skiljum öll rými; skiljum öll staðfastan slátt hjartans og eðlislæga þörf þess fyrir samdrátt og útslátt. Það slær af öllum þeim krafti sem það á til, en dagleg höfnun takmarkar mátt þess. Við sníðum of þröngan stakk – því hjartað fær aldrei áfall nema við höfnum því, svíkjum það eða yfirgefum.
Hjartað er keisarinn sem skynjar heiminn áður en skynfærin gera það, áður en heilinn nemur áreiti frá heiminum. Hjartað er keisarinn sem útvarpar tíðni til smæstu frumna líkamans, til samfélagsins, til heimsins og sendir skýr skilaboð um hvað við viljum.
Hjartað vill það eitt að þú sért ást og velsæld. Hjartað er keisarinn. Hjartað er ljósið. Hjartað er allt sem er.