Umgjörðin er kærleiksrík girðing til að styðja sig við – hún er aðferð til að þurfa ekki stöðugt að halda sér uppi á eigin krafti, hún er leið til að þurfa ekki alltaf að taka ákvarðanir, vega og meta, spyrja sig.
Lífið verður einfaldara. Og eftir svolítinn tíma í umgjörðinni gerist kraftaverkið – barnið fer að ganga. Án stuðnings.
Barnið fer að ganga þegar það trúir því að það geti það – þegar það treystir sér til þess.