Allt sem þú veitir athygli vex og dafnar. Ljós bara er, það bara skín, það bara veitir orku sinni í hvaðeina sem er til í að taka við henni.
Ljósið skín ekki fyrir móttakandann, það skín ekki til að láta eitthvað vaxa og dafna; ljósið skín af því að það er eðli þess og óumbreytanlegur sannleikur – að skína er tilgangur ljóssins.
Athygli er ljós og ljós fer ekki í manngreinarálit, rétt eins og sólin skín jafn skært á illgresi og fegursta blómagarð.
Ljós er líf.
Ljós er ást.
Ljós er allt sem er.
Allt annað er blekking. Öll afstaða, allir dómar, allir mælikvarðar um gott eða slæmt
eða vont eða gott.
Það er bara ást. Það er bara ljós. Það er bara líf. Allt annað er blekking.