Að neita að velja viðbragð og taka ákvarðanir varðandi eigið líf er eins og að vera fastur í spennitreyju – hendurnar bundnar; eins og að reyra sig niður í árabát og kasta sér fram af kletti út á iðandi hafið, handalaus, áralaus, stjórnlaus.
Og við þannig kringumstæður „lendir maður í“ alls kyns hlutum og aðstæðum, eins og gefur að skilja; lendir í hjónabandi, barneignum, atvinnu og þar fram eftir götunum.
Þegar þú velur þá öðlastu mátt.
Þegar þú velur að velja ekki þá rýrirðu orku þína og verður máttlaus.