Hvað ef þú mætir til fulls?
Upp úr skínandi athygli fæðist vilji til ábyrgðar og máttar. Afleiðingin er þessi:
Ábyrgðin getur af sér heimild til að skilgreina sinn eigin tilgang – að hætta að vera laufið í vindinum – og allt þetta skapar grunninn að uppljómuðu lífi.
Þú hefur fullt vald yfir lífi þínu.
Heitbindingin er ákvörðun um að mæta til fulls í eigið líf, í núið, í eigin persónuleika, án áhengja, án viðnáms, án dóma eða fordóma.
Heitbindingin er að horfa út úr hjartanu, skynja titringinn í tilganginum, sjá sýnina, varpa henni upp á tjaldið og leggja af stað. Með því að heitbinda sig einhverju verkefni, lífsstíl eða viðhorfi skapast samfella í lífinu – samhljómur með söng hjartans. Heitbundinn tilgangur verður kærleiksrík kjölfesta sem heldur þér á réttri leið; þegar þig ber af leið velurðu að refsa þér ekki og óttast ekkert, því þú veist að tilgangurinn er kjölfestan og markmiðin upplifast í augnablikinu – á ferðalaginu; í hreyfingunni sem alltaf er.
Hjartað er keisarinn sem beinir ljósinu yfir allt saman – í samræmi við verðugleika og heimild.
Í hjarta þínu veistu alltaf hver þú ert og hvar – og þar með treystirðu því að allt sé eins og það eigi að vera, núna.