Til hvers að dæma? Og á hvaða forsendum?
Maður sat í lest, upptekinn við að lesa dagblað. Með honum voru tvö óstýrilát börn og ef eitthvað var efldust þau í iðju sinni og urðu sífellt háværari.
Á móti þeim sat maður sem fannst hann ekki hafa frið til að lesa sitt eigið dagblað. Að lokum fékk hann nóg af látunum í börnunum og sagði hvasst:
„Hefurðu enga sómakennd? Eru þetta ekki börnin þín? Þau valda öllum ónæði og þér virðist vera alveg sama?“
Faðir barnanna leit upp, fullur auðmýktar:
„Ég hafði bara ekki brjóst í mér að hasta á börnin. Við vorum að koma af spítalanum þar sem við kvöddum eiginkonu mína og móður barnanna í hinsta sinn. Ég fékk mig ekki til að þrengja meira að þeim og þykir mjög leitt að þau hafi truflað þig.“