Verði þinn vilji!
Valkvíði = níska. Valkvíði er ákvörðun um skort og máttleysi – ákvörðun um að lifa í nísku og skammta sér velsæld; ákvörðun um að lifa í skugganum.
Alltaf verður þinn vilji, sama hversu veikur hann er eða hvaða tíðni þar ríkir. Ef þú lætur þig reka í gegnum lífið þá tekur við sú innbyggða sjálfstýring sem er hluti af okkur öllum – þá taka sjálfkrafa við stjórninni gömlu forritin sem við lærðum í æsku og byggjast oft á óskynsamlegum skilyrðingum og ályktunum.
Forritin búa í magnaðri vél sem heitir heili, en heilinn vill helst af öllu vera mjög upptekinn og halda spennustiginu háu.
Í huganum býr líka skortdýrið sem vill síst af öllu hlusta á hjartað og hvað það hefur til málanna að leggja.
Valkvíði er að neita sér um beint vald – að velja að velja ekki og vera þar með fórnarlamb.