Það besta er hversu einfalt það er að bæta þeim við í daglegt mataræði.
Varstu annars búin að frétta? Þarnæsta miðvikudag kl: 20:00 er ég að halda ókeypis símtal “5 skref sem tvöfalda orkuna, losna við aukakílóin og fylla þig vellíðan.”
Skráning er hafin hér, en í símtalinu lærir þú ómissandi ráð að hefja breyttan lífsstíl og færð ókeypis uppskriftir sendar!
Ef þú hefur áhuga á að fara skrefi lengra fyrir heilsuna mun ég segja frá Nýtt líf og Ný þú 4 mánaða lífsstílsþjálfun í símtalinu!
Eitt af mínum helstu ráðum til að fríska uppá líkamann er að drekka næringarríkan og góðan grænan drykk eða safa á hverjum degi. Þetta gefur líkamanum næringu og algjört orkuskot. Ef þú hefur verið að borða mikið af salti eða sykri getur slíkur drykkur einnig hjálpa við að losa óþarfa eiturefni úr líkamanum sem og seðja matar- og sykurlöngun.
Hrærðu saman ferskum kryddjurtum, gúrku og salatblöðum ásamt berjum og banana fyrir bragðgóðan drykk eða fylgdu uppskrift hér.
Heilbrigð þarmaflóra er grunnur að góðri heilsu og getur slæm melting átt afgerandi þátt í myndun óþæginda og kvilla. Góðir meltingargerlar geta því hjálpað að bæta meltinguna sem og draga úr bólgum og efla ónæmiskerfið.
Meltingargerla fást víða í töfluformi og gott er að taka þá inn að morgni á fastandi maga. (t.d frá dr. mercola sjá hér). Einnig eru nokkrar fæðutegundir sem hafa góða meltingargerala eins og sýrt grænmeti, gerjuð kókosjógúrt eða kombucha drykkur.
Að koma meltingu í betra horf eftir frí eða þegar þú vilt fríska uppá líkaman er nauðsynlegt. Líkaminn þarfnast bæði leysanlegra og óleysanlegra trefja, sem hægt er að fá úr plöntufæði. Leysanleg trefjaefni eru seðjandi, við fáum þá t.d. úr höfrum, chia fræjum, hörfræjum, baunum og berjum. Óleysanleg trefjaefni hjálpa til við að halda meltingunni á hreyfingu og vinna úr slæmum mat, þá fáum við t.d. úr brúnum hrísgrjónum, hentum, kornmeti og grænmeti.
Bættu trefjum í fæðuna með því að setja chia, hentum eða hörfræ útí búst og salöt.
Þegar ég ferðaðist nýlega til kína fór ekki á milli mála að kínverjar elska græna te-ið sitt enda ótrúlega bragðgott og frískandi. Ef þú ert ekki vön að fá þér grænt te er aldrei of seint að prófa en grænt te inniheldur náttúrulegt koffín sem talið er auka brennsluna, lækka kólerstról og efla ónæmiskerfið. Einnig inniheldur það adoxunarefnið ECGC (e. epigallocatechin gallate) sem styður við hjarta- og taugakerfið og getur minnkað líkur á heilablóðfalli.
Bættu við bolla af grænu te í stað kaffibolla að morgni.
Heitt vatn með sítrónu hjálpar líkamanum að losna við eiturefni, bæta meltingu og stuðla að brennslu vegna pectin-trefja og basískrar eiginleika sítrónunnar. Sítrónur eru einnig c-vítamínríkar og getað dregið úr bólgum.
Byrjaðu daginn á heitu vatni með sítrónu. Best er að kreista hálfa sítrónu í volgt vatn og drekka á tóman maga strax í morgunsárið.
Oft þegar ég er með löngun í eitthvað sætt, rifja ég upp mataræði mitt yfir daginn og kanna hvort mig skorti holla fitu. Holl fita sem og nauðsynleg næringarefni getað oft verið undirliggjandi ástæða sykurlöngunar. Holl fita er seðjandi, eykur brennslu, jafnar blóðsykurinn og spilar lykilhlutverk í orku.
Bættu við hollri fitu frá avókadó, hempfræjum, hörfræolíu, fiski, tahini, möndlusmjöri eða kókosolía í daglegt mataræði.
Ég vona að þessar fæður komi sér vel og að þú bætir einhverjum þeirra við í daglegt mataræði!
Vertu svo með mér og yfir 250 sem eru skráðir í ókeypis símtalið þarnæsta miðvikudag 30.ágúst kl 20 og lærðu ráð til að hefja haustið með breyttum lífsstíll!
Í símtalinu fer ég yfir 5 einföld skref sem tryggja þér árangur sem endist, hvernig megrunarkúrar geta valdið fitusöfnun og hvernig vissar "hollar fæðutegundir geta verið skaðlegar heilsunni.
Þú vilt ekki missa af þessu! Ég mun deila ráðum sem hafa komið mér og yfir hundruðum annara að lífsstíl með varanlegu þyngdartapi, orku alla daga og heilsu og segja þér frá þjálfun sem fer að byrja hjá mér ef þú vilt taka skrefið lengra.
Smelltu hér til að skrá þig! (ath: skráning takmörkuð)
Heilsa og hamingja,