Því 77% þeirra sem hefja megrunarkúr þyngjast aftur eftir fyrstu vikuna og 33-66% sem fara í megrunarkúr enda með því að þyngjast um meira en áður en þau byrjuðu megrunarkúrinn.
Í nýlegum Ted fyrirlestri með Sandra Aamodt, segir hún frá hvernig hugurinn verður auðveldlega annars hugar. Hún talar um að heilinn hafi skoðun á því hvað þú ættir að vera þung og hafi ákveðið “set-point” eins og hún orðar fyrir ákveðna þyngdartölu sem heilinn er búinn að stilla sig inná og vill viðhalda, getur þetta “set-point” verið einhverstaðar á bilinu 5-10 kíló.
Undirstúkan í heilanum stjórnar þá raunverulega þyngdinni þinni
Ef þú missir of mörg kíló í einu bregst heilinn þannig við að hann telur þig vera að svelta þig og vöðvarnir þínir brenna minna af orku.
Ef þú bætir á þig og ert lengi í hærri þyngdartölu en þú ert vön fer heilinn að breyta sínum svokallaða “set-point” og aðlagast nýrri þyngd. Þetta getur tekið nokkur ár, en því hærri sem “set-point-ið” þitt er því erfiðara verður að fara niður fyrir það og haldast í þeirri þyngd, þar sem heilinn leitast alltaf við að vera í því jafnvægi sem hann þekkir.
Þeir sem kunna að hlusta á líkamann eru minna líklegri til að þyngjast mikið eða hugsa stanslaust um mat. En þeir sem nota aðeins viljastyrk eru líklegri til að hugsa stanslaust um næstu máltíð, borða yfir sig og þyngjast hratt.
Rannsókn sem Sandra sagði frá sýndi að 5 árum eftir megrunarkúr höfðu flestir þyngst um alla þá þyngd sem þeir misstu og 40% höfðu þyngst meira. Það virðist því vera þannig að þú ert líklegri til þess að þyngjast ennþá meira við að fara í megrunarkúr til lengri tíma litið heldur en að léttast.
Leyndarmálið liggur í því að þekkja líkama þinn og kunna að hlusta á hann.
Mikilvægt er að vera til staðar við máltíðina og gefa þér tíma, slökkva á öllum truflunum frá síma, tölvu eða sjónvarpi og borða þegar þú ert svöng/svangur og stoppa þegar þú ert orðin södd/saddur.
Stór hluti þyngdaraukningar er þegar við borðum en erum ekkert svöng. Því getur verið mikils virði að læra að skilja líkamann og merkin sem hann gefur.
Fyrir 5 árum í dag ákvað ég að allt sem ég myndi kenna og hjálpa öðrum konum gera varð ég að prófa á sjálfri mér
Ótrúlegt en satt prófaði ég nær alla þessa megrunarkúra.
En ég komst að því að á einn boginn virkuðu þeir allir að vissu leyti en á annan bogin gerðu þeir það ekki. Það sem ég sá frá þessari reynslu var að ég þurfti að hlusta á líkamann og skapa lífstíll.
Því ef megrunarkúrinn myndi vera svona frábær, værum við þá ekki öll grönn og fit? Af hverju endurtökum við þá alltaf sömu mistökin og búumst við annarri útkomu?
Ný nálgun, lífstíll.
Það styttist í að við gefum út spennandi myndbandaseríu um Nýtt líf og Nýja lífsstílsþjálfun sem ég veit að þú vilt ekki missa af.
Ég gef eitthvað af mínum bestu ráðum og leiðum að því að varanlega léttast, auka orkuna og upplifa algjöra sátt í eigin skinni!
Þannig að vertu viss um að skrá þig hér og fá fyrst að vita þegar þau birtast!
Ef greinin vakti áhuga smelltu á like og deildu með vinkonu á facebook sem gæti hagnast!
Heilsa og hamingja,
Júlía heilsumarkþjálfi