Í mörg ár var ég alltaf að bera mig saman við annað fólk sem hafði árangurinn sem ég þráði.
Ef þú hefur einhverstímann gert þetta líka – veistu hversu ömurlegt þetta getur verið.
Ég ímyndaði mér að allir “aðrir væru með eitthvað” sem ég gæti aldrei fengið og að þau höfðu agann í mataræði sem ég gæti aldrei öðlast.
Sem betur fer vaknaði ég upp úr þessu..
Þegar ég hætti að eyða orku í samanburð og hugsa að „einn daginn” verð ég svona og fór í staðinn að taka skrefin að öðru áttaði ég mig á svolítið stóru…
Allar mínar hugsanir um hvað „aðrir höfðu” og hvað þurfti fyrir árangur voru algjört kjaftæði!
Ég var að búa til afsakanir og í mínu tilfelli, frekar lélegar afsakanir.
Sem höfðu hindrað árangur minn öll þessi ár og héldu mér í sama farinu.
Það sem ég áttaði mig á, var að ég var ekkert öðruvísi en allir aðrir.
Ég hafði viljann og getuna til þess skuldbinda mig, læra nýja hluti og virkilega leggja á mig vinnuna til þess að finna hlutina út.
Og ég virkilega trúi að það sama gildi um þig.
Þér er ætlað að Lifa Til Fulls í þínu skinni.
Sama hvar heilsa þín er, hversu „gömul” þú ert orðin/n eða hversu mikinn tíma, fjárhag, reynslu eða annað þér finnst þú skorta. Þú ert ekkert öðruvísi!
Það sem heldur flestum okkar aftur eru afsakanir. Afsakanir af hverju öðrum tekst að gera hlutina en okkur ekki. Við hlustum á lítinn púka á öxlinni, sem hefur ekki hundsvit.
Þessir hlutir sem við segjum okkur, eru þeir sem halda 70% okkar í sama farinu.
Sannleikurinn er að þú hefur allt sem þarft og þú geymir lykilinn að einhverju nýju, ef þú ert opin að taka skrefið og hunsa þennan púka sem segir þér alltaf að þú getir þetta ekki.
Því gjarnan getum við sjálf verið okkar stærsta hindrun.
Í þriðja myndbandinu í ókeypis Nýtt líf og Ný þú myndbandskennslunni förum við einmitt yfir 7 algengar hindranir sem halda okkur í sama farinu og hvernig þú getur yfirstígið þær og byrjað að skapa þér breyttan lífsstíl!
Svo ef þú finnur þig sífellt aftur á sama staðnum eða föst í vítahring sem þú vilt ekki, komdu þá yfir og horfðu á myndbandið núna.
Er þetta okkar þriðja og næst síðasta myndband í ókeypis Nýtt líf og Ný þú myndbandsþjálfuninni og með skráningu þessa viku færðu aðgang að öllum myndbönunum líka. Svo vertu viss um að skrá þig á meðan þú getur hér.
Þú lærir ekki aðeins 7 algengustu hindranirnar og hvernig þú getur yfirstígið þær heldur færðu einnig að kynnast og sjá inní líf einstaklinga sem hafa yfirstígið þessar hindranir og skapað sér sinn lífsstíl. Með skráningu lærir þú einnig einfalda og sniðuga hluti sem þú getur byrjað á að tileinka þér að minni kviðfitu, meiri orku og heilsu sem hafa komið með síðustu myndböndum.
Farðu hér til að tryggja þér ókeypis myndbandsþjálfun
Að lokum…
Er þjálfunin smá sýnishorn úr Nýtt líf og Ný þú 4 mánaða þjálfun sem fer rétt að hefjast og ef þú vilt taka skrefið lengra eftir að horfa á myndböndin geturðu lært hvernig. .
Vonast til að „sjá þig” hinum megin í myndbandinu!
Heilsa og hamingja,
Júlía heilsumarkþjálfi
P.s Hvað aðrir hafa að segja með myndbandsþjálfunina;