Þú ferð ekki að kvarta yfir hungri um 10 leitið ef þú fyllir á tankinn með þessari eggjaköku að morgni.
Uppskrift er fyrir einn.
2 stór egg
1 msk af léttmjólk
Klípa af góðu salti
2 tsk af extra virgin ólífuolíu – skipta henni
1 bolli af söxuðu grænkáli
1 msk af lime safa – ferskum
1 msk af söxuðu kóríander
1 tsk af ósöltuðum sólblómafræjum
Klípa af muldum rauðum pipar
¼ avókadó skorið niður í sneiðar – sjá mynd
Þeytið eggin með gaffli í lítilli skál og saltið eftir smekk.
Hitið 1 tsk af olíu á lítilli pönnu (nonstick skillet) og hafið hitann í meðal lagi.
Setjið eggjablönduna á pönnuna og látið eldast þar til botinn er svo til tilbúinn en miðjan ennþá frekar hrá, þetta eru um 1-2 mínútur.
Snúðu nú eggjakökunni við og láttu eldast þar til hún er steikt í gegn, tekur c.a 30 sekúndur. Færðu eggjaköku á disk.
Hristu saman grænkál og restina af olíunni, lime safa, kóríander, sólblómafræjum, rauðum pipar í dufti og klípu af salti.
Toppið eggjakökuna með grænkálinu og avókadó í sneiðum.
Dásamlegur morgun- eða hádegisverður tilbúinn.