Stjórnendur þáttarins Sundhedsmagasinet sem sýndur er í danska sjónvarpinu fengu tvo einstaklinga til að borða 300 grömm af grænmeti á dag sem innihélt hátt hlutfall af lúteini. Á fimm vikum tvöfaldaðist magn lúteins í blóði þeirra en það gæti til lengri tíma bætt sjón þeirra. „Ég er hissa á hversu auðvelt er að tvöfalda magn lúteins í blóði,“ segir Torben Lykke Sørensen, auglænir í viðtali við DR.
Líkaminn framleiðir ekki lútein sjálfur en það finnst í mismunandi tegundum grænmetis, svo sem spínati, salati, grænkáli, baunum, brokkolí, gulrótum og einnig í ávöxtum svo sem við ferskjum og mandarínum.
Algengustu augnsjúkdómar sem herja á eldra fólk er . . . LESA MEIRA