Þetta er gott í nestið og nartið, eitt og sér með fersku salati eða sem meðlæti.
Uppskrift er fyrir 8.
Ein stór skeið-ausa af sætri kartöflu, soðin og án hýðis
1 kúrbítur
4 beikon sneiðar
1 laukur – notaðu þinn uppáhalds
4 egg
1 bolli af hveiti
1 tsk af lyftidufti
1 bolli af osti
1 msk af hvítlauk – saxa hann smátt
1 msk af graslauk
½ tsk af sjávar salti
1 tsk af pipar
Forhitið ofninn í 220 gráður.
Blandið öllum hráefnunum saman í skál og passið að blanda þessu öllu afar vel saman.
Hellið svo í eldfastmót eða mót sem deig festist ekki við.
Bakið á 220 gráður í 40-50 mínútur (200 gráður í blástursofni).
Berið fram með fersku salati t.d sem hádegisverð eða hafið sem meðlæti með kjöti eða steik.
Hér má horfa á kennslumyndband.