Það tekur 10 mínútur að gera þessa orkubolta.
Uppskrift gefur um 20-25 bolta – fer eftir stærð.
2 bollar af hnetum – t.d 1 bolli kasjú og 1 bolli möndlur
1 bolli af steinalausum döðlum
1 bolli af þurrkuðum bláberjum
1 ½ tsk af vanillu extract eða fræ úr einni vanillu baun
Kjöt úr einni sítrónu og safi úr hálfri
¼ tsk af sjávar salti
Setjið hnetur í matarvinnsluvél og látið vinna þar til hnetur eru ekki mikið stærri en baunir.
Blandið nú döðlum og bláberjum saman við og látið vinnast saman þar til allt er í klessu þannig séð.
Setjið nú sítrónukjöt, safann og vanilluna saman við. Látið vinnast vel saman þar til þetta er ein stór klessa sem auðvelt er að rúlla í kúlur og tollir vel saman.
Rúllið svo í kúlur, hafið þær ekkert of stórar.
Þetta má geyma í ísskáp í um eina viku eða setja í frystinn og eiga á lager.