Það er afar bragðgott og má nota sem eftirrétt.
Uppskrift er fyrir einn brauðhleif.
1 bollar af heilhveiti – má vera glútenlaust
2 tsk af kanil í dufti
¼ tsk af múskat í dufti
1 tsk af lyftidufti
½ tsk af matarsóda
¼ tsk af salti
½ msk af ósöltuðu smjöri eða kókósolíu, bráðinni og leyfa að kólna aðeins
2 stór egg – nota eggjahvítur og hafa egg við stofuhita
1 ½ tsk af vanillu extract
¼ bolli af hreinum grískum jógúrt
¾ bolli af stöppuðum banana
2 msk af hreinu maple sýrópi
¼ bolli af léttmjólk
1 ½ bolli af ferskri gulrót – rífa hana niður (muna að hreinsa gulrætur á undan)
Forhitið ofninn í 220 gráður.
Berið létt í brauðform svo deig festist ekki við.
Takið meðal stóra skál og hrærið saman hveitinu, kanil, múskat, lyftidufti, matarsóda og salti.
Takið aðra skál og hrærið í hana smjöri/olíu eggjahvítum og vanillunni.
Blandið gríska jógúrtinu saman við og passið að það séu engir kekkir.
Blandið nú saman banana og sýrópi. Og einnig blöndunni úr hinni skálinni. Hrærið mjög vel saman. Setjið gulrætur síðast og hrærið þær varlega saman við.
Hellið nú deigi í formið og látið bakast í um 45 mínútur eða þar til deig er bakað í gegn. Gott að nota prjón til að stynga í deig og ef hann kemur hreinn úr miðju brauðs þá er það tilbúið.
Leyfið brauði að kólna í 10 mínútur í formi og farið varlega þegar þið takið það svo úr forminu.
Setjið á grind og leyfið að kólna betur.
Afar gott að bera fram volgt og þá bara eitt og sér eða með hollu áleggi.