4 dl mjólk
1 bréf þurrger (12 gr)
1 tsk hunang
200 gr kotasæla
50 gr smjör
8-10 dl KORNAX heilhveiti (grænn poki)
2 dl KORNAX rúgmjöl (brúnn poki)
½ krukka fetaostur
Setjið mjólk, hunang, ger og smjör saman í pott og velgið við lágan hita. Blandan á að vera við 37°C.
Látið blönduna standa í 5 - 7 mín, hrærið þá kotasælunni saman við.
Setjið heilhveitið og rúgmjölið í hrærivélaskál og hellið blöndunni úr pottinum út í skálina og látið hrærivélina hnoða ca. 5 mín. (má hnoða í höndum).
Látið hvíla í ca. 1 klst.
Þá er komið að því að móta fylltar bollur með fetaosti, þegar þið mótið bollur þá setjið þið fetaostinn inn í deigið, ca.4 bita eða meira, fer eftir stærð bollunnar.
Setjið bollurnar á pappírsklædda ofnskúffu, penslið með eggi og stráið parmasen osti yfir. Látið hefast í ca. 15 mínútur.
Bakið við 220°C í 10 - 15 mínútur.