Gott í nestisboxið fyrir skólakrakka sem dæmi.
5 dl hveiti
2 dl haframjöl
1½ dl hörfræ
1 dl sólblómafræ
½ dl graskersfræ
salt eftir smekk
2 tsk. lyftiduft
3 msk. hunang eða hlynsíróp
4 dl AB mjólk, skyr eða hrein jógúrt
1 stk. epli, rifið
graskersfræ ofan á brauðið
Ofnhiti: 175 °C
Blandið saman í skál hveiti, haframjöli, hörfræjum, sólblómafræjum, graskersfræjum, salti og lyftidufti.
Hrærið saman hunangi, AB-mjólk og rifnu epli í annarri skál.
Hellið því saman við hveiti- og fræblönduna. Hrærið saman. Deigið verður nokkuð klístrað.
Tyllið bökunarpappír í brauðform og hellið deiginu í formið.
Stráið graskersfræjum yfir.
Bakið neðarlega í ofninum í u.þ.b. 50-55 mínútur.
Verði ykkur að góðu og njótið vel.
Höfundur: Theodóra J. Sigurðardóttir Blöndal
Af vef gottimatinn.is